Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 15:49 Alexei Moskaljov sat í fangelsi í 22 mánuði vegna teikningar dóttur hans sem rússnesk yfirvöld töldu ófrægja herinn. AP Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira