Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir, Drífa Guðmundsdóttir og Kolbeinn Ari Hauksson skrifa 15. október 2024 13:30 Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun