Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 16:46 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Skel Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“ Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira