Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2024 14:01 Donald Trump á sviði í Arizona í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. Þetta sagði Trump í viðtali á Fox í gær. Þá var hann spurður út í mögulega utanaðkomandi ógn sem gæti valdið usla á kjördag. Í stað þess að ræða það sneri Trump sé að innri óvinum. „Ég held að stærra vandamálið sé innri óvinurinn,“ sagði Trump. „Við erum með mjög slæmt fólk. Við erum með sjúkt fólk, öfga- vinstri geðsjúklinga og ég held að þeir séu stóra… og það væri mjög auðvelt að taka á því, ef þörf er á, með þjóðvarðliðinu, eða ef alger þörf er á, með hernum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ummæli Trumps sem um ræðir. Trump to Bartiromo on what worries him about election day: "I think the bigger problem is the enemy from within ... sick people, radical left lunatics. And it should be easily handled by, if necessary, by National Guard, or if really necessary, by the military." pic.twitter.com/twRsilNJnz— Aaron Rupar (@atrupar) October 13, 2024 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Trump mikið talað um „innri óvini“ (e. Enemy within) í ræðum og ávörpum að undanförnu. Á laugardaginn notaði hann það orðalag um Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, sem stýrði rannsókn fulltrúadeildarinnar sem leiddi til fyrstu ákærunnar gegn Trump fyrir embættisbrot. Trump og ráðgjafar hans hafa unnið að áætlun um að breyta áherslum herafla Bandaríkjanna, verði hann forseti á nýjan leik. Meðal þess sem þessi áætlun er sögð fela í sér er að flytja þúsundir hermanna Bandaríkjanna á erlendri grundu aftur heim og koma þeim fyrir á landamærunum við Mexíkó. Þá heitir Trump því að „lýsa yfir stríði“ við stór glæpasamtök sem flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og nota sjóherinn til að mynda herkví um Bandaríkin og leita að fentaníli um borð í skipum sem siglt er þangað. Trump hefur einnig sagt að hann muni nota þjóðvarðlið Bandaríkjanna og mögulega herinn við að flytja milljónir farandfólks sem hefur ekki fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum úr landi. Vildi siga hernum á mótmælendur Trump hefur í gegnum árin oft leitað á náðir hersins. Ráðgjafar hans hafa farið á leitir við herinn um að Trump verði fluttur um í flugvél hersins í kosningabaráttunni, vegna tilrauna til að ráða hann af dögum. Á fyrsta kjörtímabili hans kallaði Trump ítrekað eftir því að hernum yrði beitt gegn mótmælendum og óreiðarseggjum í kjölfar dauða George Floyd, sem leiddi til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víðsvegar í landinu. Forsvarsmenn hersins mótmæltu því. Herforinginn Mark Milley, sem var formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, gaf til að mynda út minnisblað um að bandarískir hermenn sverðu þess eið að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og gildi hennar. Nýverið kom fram að Milley hefði kallað Trump fasista. Í nýrri bók blaðamannsins Bob Woodward, er haft eftir Milley að hann hafi efast um geðheilsu Trumps en sé nú sannfærður um að Trump sé fasisti. Þá hefur Milley lýst yfir áhyggjum af því að hann óttast að verði Trump forseti aftur muni hann reyna að hefna sín á Milley og draga hann fyrir dóm. Trump hefur áður sagt að Milley ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Hernaður Kamala Harris Tengdar fréttir Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þetta sagði Trump í viðtali á Fox í gær. Þá var hann spurður út í mögulega utanaðkomandi ógn sem gæti valdið usla á kjördag. Í stað þess að ræða það sneri Trump sé að innri óvinum. „Ég held að stærra vandamálið sé innri óvinurinn,“ sagði Trump. „Við erum með mjög slæmt fólk. Við erum með sjúkt fólk, öfga- vinstri geðsjúklinga og ég held að þeir séu stóra… og það væri mjög auðvelt að taka á því, ef þörf er á, með þjóðvarðliðinu, eða ef alger þörf er á, með hernum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ummæli Trumps sem um ræðir. Trump to Bartiromo on what worries him about election day: "I think the bigger problem is the enemy from within ... sick people, radical left lunatics. And it should be easily handled by, if necessary, by National Guard, or if really necessary, by the military." pic.twitter.com/twRsilNJnz— Aaron Rupar (@atrupar) October 13, 2024 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Trump mikið talað um „innri óvini“ (e. Enemy within) í ræðum og ávörpum að undanförnu. Á laugardaginn notaði hann það orðalag um Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, sem stýrði rannsókn fulltrúadeildarinnar sem leiddi til fyrstu ákærunnar gegn Trump fyrir embættisbrot. Trump og ráðgjafar hans hafa unnið að áætlun um að breyta áherslum herafla Bandaríkjanna, verði hann forseti á nýjan leik. Meðal þess sem þessi áætlun er sögð fela í sér er að flytja þúsundir hermanna Bandaríkjanna á erlendri grundu aftur heim og koma þeim fyrir á landamærunum við Mexíkó. Þá heitir Trump því að „lýsa yfir stríði“ við stór glæpasamtök sem flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og nota sjóherinn til að mynda herkví um Bandaríkin og leita að fentaníli um borð í skipum sem siglt er þangað. Trump hefur einnig sagt að hann muni nota þjóðvarðlið Bandaríkjanna og mögulega herinn við að flytja milljónir farandfólks sem hefur ekki fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum úr landi. Vildi siga hernum á mótmælendur Trump hefur í gegnum árin oft leitað á náðir hersins. Ráðgjafar hans hafa farið á leitir við herinn um að Trump verði fluttur um í flugvél hersins í kosningabaráttunni, vegna tilrauna til að ráða hann af dögum. Á fyrsta kjörtímabili hans kallaði Trump ítrekað eftir því að hernum yrði beitt gegn mótmælendum og óreiðarseggjum í kjölfar dauða George Floyd, sem leiddi til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víðsvegar í landinu. Forsvarsmenn hersins mótmæltu því. Herforinginn Mark Milley, sem var formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, gaf til að mynda út minnisblað um að bandarískir hermenn sverðu þess eið að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og gildi hennar. Nýverið kom fram að Milley hefði kallað Trump fasista. Í nýrri bók blaðamannsins Bob Woodward, er haft eftir Milley að hann hafi efast um geðheilsu Trumps en sé nú sannfærður um að Trump sé fasisti. Þá hefur Milley lýst yfir áhyggjum af því að hann óttast að verði Trump forseti aftur muni hann reyna að hefna sín á Milley og draga hann fyrir dóm. Trump hefur áður sagt að Milley ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Hernaður Kamala Harris Tengdar fréttir Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14