Krabbameinsrannsóknir á Íslandi Sigurdís Haraldsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Stefán Þ. Sigurðsson skrifa 14. október 2024 08:02 Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Þeim sem greinast með krabbamein á Íslandi fer fjölgandi ár frá ári, fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og fjölgun íbúa, en einnig að einhverju marki vegna aukinnar áhættu. Fyrirséð er að þessi fjölgun krabbameinstilvika muni halda áfram á komandi árum sem kallar á markvissar aðgerðir svo unnt verði að veita þeim sem á þurfa að halda nauðsynlega þjónustu. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins heldur utan um Krabbameinsskrá Íslands þar sem skráð eru öll krabbamein sem greind hafa verið á Íslandi frá árinu 1954. Nýlega hafa verið uppfærðar tölur yfir fjölda þeirra sem greinast með krabbamein, nýgengi og algengi sem byggja á gögnum frá árunum 2019-2023. Birt eru fimm ára meðaltöl til að draga úr tilviljanakenndum sveiflum sem eru algengar vegna þess hversu fáir Íslendingar eru. Einnig hefur verið birt spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella og algengi krabbameina til ársins 2040. Með nýgengi er átti við hversu margir greinast með krabbamein á ári miðað við íbúafjölda og algengi segir til um er hversu margir séu á lífi sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust að meðaltali 1988 einstaklingar með krabbamein á ári á Íslandi, 1017 karlar og 971 kona. Til samanburðar var 1853 árlegur fjöldi krabbameinstilfella á árnum 2018-2022. Þetta er fjölgun um að meðaltali 135 einstaklinga á ári. Þegar leiðrétt er fyrir mannfjölda og aldri þá er nýgengi hins vegar lítið breytt sem bendir til þess að áhætta hvers einstaklings á að greinast með krabbamein hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að krabbamein séu annað algengasta dánarmein Íslendinga þá lifa margir eftir að hafa greinst, ýmist læknaðir eða með sjúkdóm sem meðhöndlaður er til lengri tíma. Í árslok 2023 voru 18.419 einstaklingar á lífi á Íslandi sem hafa fengið eða eru með krabbamein, samanborið við 17.493 í lok árs 2022. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrá hefur einnig nýverið unnið spá um fjölda þeirra sem munu greinast með krabbamein árið 2040 og fjölda einstaklinga á lífi sem fengið hafa krabbamein. Spáð er 57% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 borið saman við árslok 2022 og fjölgar þá nýgreiningum úr 1853 í 2903 á ári. Þetta er umtalsvert meiri hlutfallsleg aukning en á hinum Norðurlöndunum og skýrist fyrst og fremst af því hversu fjölmennar kynslóðirnar sem fæddust á árunum eftir stríð voru á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Því er einnig spáð að samtímis fjölgi þeim sem lifi eftir að hafa greinst með krabbamein um 54%, fari úr 17.493 í 27.348. Þetta skýrist meðal annars af árangri í greiningu og meðferð krabbameina. Evrópusambandið hefur einsett sér að 90% allra þegna EES hafi aðgang að vottaðri Krabbameinsmiðstöð (e. Cancer center) árið 2030. Þegar er hafinn undirbúningur að vottun slíkrar miðstöðvar hér á landi að frumkvæði Landspítala. Eitt af hlutverkum slíkrar miðstöðvar er að gæta þess að sjúklingar hafi aðgang að bestu mögulegu meðferðum á hverjum tíma, menntun heilbrigðisstarfsfólks og nema í heilbrigðisvísindum sé með því besta sem gerist og að öflugar grunn- og klínískar rannsóknir á krabbameinum séu stundaðar. Nýverið hefur verið bent á að dregið hefur úr fjármagni sem fer í opinbera samkeppnissjóði vísinda á Íslandi og er það miður. Fjárfestingar í samkeppnissjóðum skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Á Landspítala fer einungis um 0.7% af heildarfjármagni spítalans í vísindastarf. Vísindastefna Landspítala 2019-2024 gerði ráð fyrir því að 3% af veltu Landspítala færi í vísindastarf en þessi aukning hefur ekki gengið eftir. Sambærileg háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum setja um 3% heildarfjármagns í innviði fyrir vísindastarfsemi og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall allt að 12-13%. Mikilvægt er að hafa öfluga innviði og fjármagn til að geta stundað rannsóknir. Mannauður er einnig nauðsynlegur og mikilvægt að geta laðað að vísindamenn, bæði í grunnrannsóknir og klínískar rannsóknir, til að byggja upp öfluga rannsóknarhópa og geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og sótt í evrópska samkeppnissjóði. Sérstakur heilbrigðisvísindasjóður sem stendur til að koma á væri einnig mikilvægur akkur í því að efla heilbrigðisvísindarannsóknir. Nauðsynlegt er að halda áfram skráningu og rannsóknum á krabbameinum og fjallað verður um það á málþingi ætlað almenningi á Líf og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Ísland þriðjudaginn 15.október á milli 11.15 og 12.30 á Hilton Hotel. Sigríður Gunnarsdóttir. Forstöðumaður Rannsóknaseturs-Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Prófessor við HÍ og LSH. Sigurdís Haraldsdóttir. Krabbameinslæknir, yfirlæknir á LSH, dósent við HÍ. Stefán Þ. Sigurðsson. Prófessor við Læknadeild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Þeim sem greinast með krabbamein á Íslandi fer fjölgandi ár frá ári, fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og fjölgun íbúa, en einnig að einhverju marki vegna aukinnar áhættu. Fyrirséð er að þessi fjölgun krabbameinstilvika muni halda áfram á komandi árum sem kallar á markvissar aðgerðir svo unnt verði að veita þeim sem á þurfa að halda nauðsynlega þjónustu. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins heldur utan um Krabbameinsskrá Íslands þar sem skráð eru öll krabbamein sem greind hafa verið á Íslandi frá árinu 1954. Nýlega hafa verið uppfærðar tölur yfir fjölda þeirra sem greinast með krabbamein, nýgengi og algengi sem byggja á gögnum frá árunum 2019-2023. Birt eru fimm ára meðaltöl til að draga úr tilviljanakenndum sveiflum sem eru algengar vegna þess hversu fáir Íslendingar eru. Einnig hefur verið birt spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella og algengi krabbameina til ársins 2040. Með nýgengi er átti við hversu margir greinast með krabbamein á ári miðað við íbúafjölda og algengi segir til um er hversu margir séu á lífi sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust að meðaltali 1988 einstaklingar með krabbamein á ári á Íslandi, 1017 karlar og 971 kona. Til samanburðar var 1853 árlegur fjöldi krabbameinstilfella á árnum 2018-2022. Þetta er fjölgun um að meðaltali 135 einstaklinga á ári. Þegar leiðrétt er fyrir mannfjölda og aldri þá er nýgengi hins vegar lítið breytt sem bendir til þess að áhætta hvers einstaklings á að greinast með krabbamein hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að krabbamein séu annað algengasta dánarmein Íslendinga þá lifa margir eftir að hafa greinst, ýmist læknaðir eða með sjúkdóm sem meðhöndlaður er til lengri tíma. Í árslok 2023 voru 18.419 einstaklingar á lífi á Íslandi sem hafa fengið eða eru með krabbamein, samanborið við 17.493 í lok árs 2022. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrá hefur einnig nýverið unnið spá um fjölda þeirra sem munu greinast með krabbamein árið 2040 og fjölda einstaklinga á lífi sem fengið hafa krabbamein. Spáð er 57% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 borið saman við árslok 2022 og fjölgar þá nýgreiningum úr 1853 í 2903 á ári. Þetta er umtalsvert meiri hlutfallsleg aukning en á hinum Norðurlöndunum og skýrist fyrst og fremst af því hversu fjölmennar kynslóðirnar sem fæddust á árunum eftir stríð voru á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Því er einnig spáð að samtímis fjölgi þeim sem lifi eftir að hafa greinst með krabbamein um 54%, fari úr 17.493 í 27.348. Þetta skýrist meðal annars af árangri í greiningu og meðferð krabbameina. Evrópusambandið hefur einsett sér að 90% allra þegna EES hafi aðgang að vottaðri Krabbameinsmiðstöð (e. Cancer center) árið 2030. Þegar er hafinn undirbúningur að vottun slíkrar miðstöðvar hér á landi að frumkvæði Landspítala. Eitt af hlutverkum slíkrar miðstöðvar er að gæta þess að sjúklingar hafi aðgang að bestu mögulegu meðferðum á hverjum tíma, menntun heilbrigðisstarfsfólks og nema í heilbrigðisvísindum sé með því besta sem gerist og að öflugar grunn- og klínískar rannsóknir á krabbameinum séu stundaðar. Nýverið hefur verið bent á að dregið hefur úr fjármagni sem fer í opinbera samkeppnissjóði vísinda á Íslandi og er það miður. Fjárfestingar í samkeppnissjóðum skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Á Landspítala fer einungis um 0.7% af heildarfjármagni spítalans í vísindastarf. Vísindastefna Landspítala 2019-2024 gerði ráð fyrir því að 3% af veltu Landspítala færi í vísindastarf en þessi aukning hefur ekki gengið eftir. Sambærileg háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum setja um 3% heildarfjármagns í innviði fyrir vísindastarfsemi og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall allt að 12-13%. Mikilvægt er að hafa öfluga innviði og fjármagn til að geta stundað rannsóknir. Mannauður er einnig nauðsynlegur og mikilvægt að geta laðað að vísindamenn, bæði í grunnrannsóknir og klínískar rannsóknir, til að byggja upp öfluga rannsóknarhópa og geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og sótt í evrópska samkeppnissjóði. Sérstakur heilbrigðisvísindasjóður sem stendur til að koma á væri einnig mikilvægur akkur í því að efla heilbrigðisvísindarannsóknir. Nauðsynlegt er að halda áfram skráningu og rannsóknum á krabbameinum og fjallað verður um það á málþingi ætlað almenningi á Líf og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Ísland þriðjudaginn 15.október á milli 11.15 og 12.30 á Hilton Hotel. Sigríður Gunnarsdóttir. Forstöðumaður Rannsóknaseturs-Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Prófessor við HÍ og LSH. Sigurdís Haraldsdóttir. Krabbameinslæknir, yfirlæknir á LSH, dósent við HÍ. Stefán Þ. Sigurðsson. Prófessor við Læknadeild HÍ.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun