„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 18:18 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira