Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason skrifar 10. október 2024 07:01 Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun