Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 11:28 Deilt hefur verið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar um áratugaskeið. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst. Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira