Búið að byrgja brunninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 20:12 Starfsmaður ÞG verktaka leggur lokahönd á nýtt steypt járnlok á brunninn við Holtsveg 13 sem tveggja ára drengur datt ofan í. Vísir/Vilhelm Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag. Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag.
Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira