Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 14:16 Vladírmír Pútín (f.m.) í sjónvarpssal á ríkissjónvarpsstöð þegar allt lék þar í lyndi. Vísir/EPA Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín. Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín.
Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira