Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 08:33 Moise Kean hljóp strax til Alberts Guðmundssonar og fagnaði með honum eftir mark Alberts sem tryggði Fiorentina sigur í gær. Getty Albert Guðmundsson tryggði Fiorentina 2-1 sigur gegn stórveldi AC Milan með frábæru skoti, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann tók hins vegar ekki víti Fiorentina í leiknum. Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira