Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 10:32 Laila Hasanovic og Mick Schumacher. Dóttir Michaels Schumacher gekk í það heilaga um helgina og áður en langt um líður gæti sonur hans líka verið á leið í hnapphelduna. Schumacher sást í fyrsta sinn í ellefu ár meðal fólks í brúðkaupi dóttur sinnar, Ginu-Mariu, á Mallorca um helgina. Hann lenti í skíðaslysi í frönsku ölpunum í desember 2013 og alla tíð síðan hefur mikil leynd ríkt um ástand hans. Engar myndir hafa birst af Schumacher úr brúðkaupinu enda þurftu allir gestir þess að láta frá sér síma og myndavélar við komuna. Sem fyrr sagði er þess eflaust ekki langt að bíða að Mick, sonur heimsmeistarans sjöfalda, gangi í hjónaband en kærasta hans, danska fyrirsætan Laila Hasanovic, birti mynd af demantshring á Instagram á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Laila Hasanovic🦂 (@lailahasanovic) Þau byrjuðu að hittast fyrir rúmu ári og fjölskylda Schumachers ku vera yfir sig hrifin af Lailu. Þegar það var svo komið að því fyrir Lailu að hitta Schumacher kaus fjölskyldan um það pg það flaug í gegn. Hún er fyrsta kærasta Micks sem fær að hitta Schumacher. Mick hefur sjálfur keppt í Formúlu 1 eins og faðir sinn og er núna varaökumaður fyrir Mercedes. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Schumacher sást í fyrsta sinn í ellefu ár meðal fólks í brúðkaupi dóttur sinnar, Ginu-Mariu, á Mallorca um helgina. Hann lenti í skíðaslysi í frönsku ölpunum í desember 2013 og alla tíð síðan hefur mikil leynd ríkt um ástand hans. Engar myndir hafa birst af Schumacher úr brúðkaupinu enda þurftu allir gestir þess að láta frá sér síma og myndavélar við komuna. Sem fyrr sagði er þess eflaust ekki langt að bíða að Mick, sonur heimsmeistarans sjöfalda, gangi í hjónaband en kærasta hans, danska fyrirsætan Laila Hasanovic, birti mynd af demantshring á Instagram á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Laila Hasanovic🦂 (@lailahasanovic) Þau byrjuðu að hittast fyrir rúmu ári og fjölskylda Schumachers ku vera yfir sig hrifin af Lailu. Þegar það var svo komið að því fyrir Lailu að hitta Schumacher kaus fjölskyldan um það pg það flaug í gegn. Hún er fyrsta kærasta Micks sem fær að hitta Schumacher. Mick hefur sjálfur keppt í Formúlu 1 eins og faðir sinn og er núna varaökumaður fyrir Mercedes.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira