Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 06:52 Sigurður segir ólíklegt að málinu sé lokið. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. Ummælin lét Sigurður falla í Dagmálum á mbl.is og greint frá í Morgunblaðinu. Eins og kunnugt er orðið fengu sex blaðamenn réttarstöðu sakbornings í málinu, sem varðaði þjófnað á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra. Fréttir sem byggðu á gögnum úr símanum voru birtar í Kjarnanum og Stundinni. Sigurður segir erfitt að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að taka málið upp á ný en einnig eigi Páll kost á því að höfða einkamál, mögulega gegn Ríkisútvarpinu eða Þóru Arnórsdóttur, þáverandi ritstjóra Kveiks. Þóra var grunuð um að hafa veitt símanum viðtöku eftir að eiginkona Páls stal honum þegar Páll lá á sjúkrahúsi. Að sögn Sigurðar hefur umfjöllun um málið verið afvegaleidd; það sé flókið og grafalvarlegt, bæði sem sakamál og hvað varðar hlutverk fjölmiðla. Þá segir hann ágalla hafa verið á rannsókn lögreglu. Ásakanir hafa gengið á báða bóga en Páll og Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og einn sakborninga, hafa verið sammála um eitt eftir ákvörðun lögreglustjóra og það er að málið megi aldrei endurtaka sig. Blaðamannafélagið hefur boðað til Pressukvölds með sexmenningunum, þar sem meðal annarst stendur til að svara þeim spurningum hvaða áhrif málið hefur haft á blaðamennina og stéttina í heild. Fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum. Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ummælin lét Sigurður falla í Dagmálum á mbl.is og greint frá í Morgunblaðinu. Eins og kunnugt er orðið fengu sex blaðamenn réttarstöðu sakbornings í málinu, sem varðaði þjófnað á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra. Fréttir sem byggðu á gögnum úr símanum voru birtar í Kjarnanum og Stundinni. Sigurður segir erfitt að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að taka málið upp á ný en einnig eigi Páll kost á því að höfða einkamál, mögulega gegn Ríkisútvarpinu eða Þóru Arnórsdóttur, þáverandi ritstjóra Kveiks. Þóra var grunuð um að hafa veitt símanum viðtöku eftir að eiginkona Páls stal honum þegar Páll lá á sjúkrahúsi. Að sögn Sigurðar hefur umfjöllun um málið verið afvegaleidd; það sé flókið og grafalvarlegt, bæði sem sakamál og hvað varðar hlutverk fjölmiðla. Þá segir hann ágalla hafa verið á rannsókn lögreglu. Ásakanir hafa gengið á báða bóga en Páll og Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og einn sakborninga, hafa verið sammála um eitt eftir ákvörðun lögreglustjóra og það er að málið megi aldrei endurtaka sig. Blaðamannafélagið hefur boðað til Pressukvölds með sexmenningunum, þar sem meðal annarst stendur til að svara þeim spurningum hvaða áhrif málið hefur haft á blaðamennina og stéttina í heild. Fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum.
Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira