Sigmundur birtist fyrirvaralaust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 13:39 Þingmennirnir hafa svo sannarlega brugðið á leik í kjördæmaviku. Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp. Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval? Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval?
Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira