Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 08:17 Ekki eru til sambærilegar tölur um ungt fólk á Íslandi en samkvæmt gögnum frá 2021 bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum Vísir/Vilhelm Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Lægsti meðalaldurinn er í Finnlandi þar sem ungt fólk er að meðaltali 21,4 ára þegar það flytur að heiman. Rétt á eftir Finnlandi eru Svíþjóð og Danmörk þar sem ungt fólk er 21,8 ára þegar það flytur að heima og Eistland þar sem það er 22,8 ára. Meðalaldur er einnig hár í Slóvakíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31 árs, Grikklandi, þar sem þau eru 30,6 ára og á Spáni þar sem þau eru 30,4 ára. Þetta kemur fram í nýjum gögnum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þar kemur einnig fram að í fyrra hafi 26 prósent ungs fólks, á aldrinum 15 til 29 ára, búið við þröngan húsakost [e. overcrowded housing]. Í samantekt Eurostat segir að hlutfallið meðal ungs fólks sem bjó við þröngan húsakost hafi verið 9,2 prósent hærri en allra íbúa, hlutfall þeirra var 16,8 prósent. Meirihluti ungs fólks í Rúmeníu býr við of þröngan húsakost Hæst var hlutfallið í Rúmeníu þar sem 59,4 prósent ungs fólks býr við of þröngan húsakost, Búlgaríu þar sem hlutfallið er 55,3 prósent og í Lettlandi þar sem hlutfallið er 54,8 prósent. Lægsta hlutfallið er svo í Möltu þar sem það er 3,9 prósent, Kýpur þar sem það var fjögur prósent og Írlandi þar sem það er 4,4 prósent. Þá kemur fram í samantektinni að í öllum löndum Evrópusambandsins hafi hlutfallið verið hærra meðal ungs fólks en meðal allra íbúa. Í 11 löndum var munurinn meira en tíu prósentustig. Mesti munurinn var samkvæmt samantekt Eurostat í Búlgaríu þar sem að meðaltali 20,4 prósent búa við of þröngan húsakost, Rúmeníu þar sem hlutfallið er 19,4 prósent og í Grikklandi þar sem hlutfallið er 18,5 prósent almennt. Minnsti munurinn var á írlandi þar sem munaði 0,5 prósent, Möltu þar sem munaði 1,5 prósent og Kýpur þar sem munurinn er 1,8 prósent. Lengi í foreldrahúsum Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru ekki til sambærilega tölur fyrir Ísland. Hagstofan gaf þó út til ársins 2021 tölur um ungt fólk í foreldrahúsum. Þá bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum. Ef miðað var við yngri hópinn, 18 til 24 ára, var hlutfallið 55 prósent en meðal 25 til 29 ára 22,5 prósent. Í öllum aldurshópum var hlutfallið hærra meðal karla en kvenna. Þá var hlutfallið einnig hærra meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Árið 2021 bjuggu 62,6 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára höfuðborgarsvæðinu í foreldrahúsum en 45,9 prósent ungs fólks á sama aldursbili á landsbyggðinni. Evrópusambandið Króatía Finnland Svíþjóð Eistland Slóvakía Grikkland Rúmenía Lettland Kýpur Írland Tengdar fréttir „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Lægsti meðalaldurinn er í Finnlandi þar sem ungt fólk er að meðaltali 21,4 ára þegar það flytur að heiman. Rétt á eftir Finnlandi eru Svíþjóð og Danmörk þar sem ungt fólk er 21,8 ára þegar það flytur að heima og Eistland þar sem það er 22,8 ára. Meðalaldur er einnig hár í Slóvakíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31 árs, Grikklandi, þar sem þau eru 30,6 ára og á Spáni þar sem þau eru 30,4 ára. Þetta kemur fram í nýjum gögnum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þar kemur einnig fram að í fyrra hafi 26 prósent ungs fólks, á aldrinum 15 til 29 ára, búið við þröngan húsakost [e. overcrowded housing]. Í samantekt Eurostat segir að hlutfallið meðal ungs fólks sem bjó við þröngan húsakost hafi verið 9,2 prósent hærri en allra íbúa, hlutfall þeirra var 16,8 prósent. Meirihluti ungs fólks í Rúmeníu býr við of þröngan húsakost Hæst var hlutfallið í Rúmeníu þar sem 59,4 prósent ungs fólks býr við of þröngan húsakost, Búlgaríu þar sem hlutfallið er 55,3 prósent og í Lettlandi þar sem hlutfallið er 54,8 prósent. Lægsta hlutfallið er svo í Möltu þar sem það er 3,9 prósent, Kýpur þar sem það var fjögur prósent og Írlandi þar sem það er 4,4 prósent. Þá kemur fram í samantektinni að í öllum löndum Evrópusambandsins hafi hlutfallið verið hærra meðal ungs fólks en meðal allra íbúa. Í 11 löndum var munurinn meira en tíu prósentustig. Mesti munurinn var samkvæmt samantekt Eurostat í Búlgaríu þar sem að meðaltali 20,4 prósent búa við of þröngan húsakost, Rúmeníu þar sem hlutfallið er 19,4 prósent og í Grikklandi þar sem hlutfallið er 18,5 prósent almennt. Minnsti munurinn var á írlandi þar sem munaði 0,5 prósent, Möltu þar sem munaði 1,5 prósent og Kýpur þar sem munurinn er 1,8 prósent. Lengi í foreldrahúsum Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru ekki til sambærilega tölur fyrir Ísland. Hagstofan gaf þó út til ársins 2021 tölur um ungt fólk í foreldrahúsum. Þá bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum. Ef miðað var við yngri hópinn, 18 til 24 ára, var hlutfallið 55 prósent en meðal 25 til 29 ára 22,5 prósent. Í öllum aldurshópum var hlutfallið hærra meðal karla en kvenna. Þá var hlutfallið einnig hærra meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Árið 2021 bjuggu 62,6 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára höfuðborgarsvæðinu í foreldrahúsum en 45,9 prósent ungs fólks á sama aldursbili á landsbyggðinni.
Evrópusambandið Króatía Finnland Svíþjóð Eistland Slóvakía Grikkland Rúmenía Lettland Kýpur Írland Tengdar fréttir „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10
Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36