Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. október 2024 08:03 Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Mansal Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun