Vita ekki hvernig Rússar skilgreina gildi sín Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 13:45 Íslensk stjórnvöld vita ekki hvernig Rússar kjósa að skilgreina sín gildi sem stefna Íslands á að stangast á við. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa neina leið til þess að greina hvernig rússnesk stjórnvöld kjósa að skilgreina siðferðisleg og andleg gildi þjóðar sinnar. Ísland er á lista ríkja sem Rússar telja að hafi viðhorf sem stangist á við gildi sín. Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira