Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:14 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 en þó allt líti út fyrir að vera frábært og æðislegt úi á við er það ekki alltaf raunin. Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur frá unga aldri glímt við þunglyndi samhliða því að reyna skapa sér nafn og skara fram úr í mótorsportheiminum. Í opinskáu viðtali við The Times talar Hamilton um baráttu sína við þunglyndi og opnar sig um einelti sem hann varð fyrir í skóla. Hamilton er sigursælasti Formúlu 1 ökuþór sögunnar með jafnmarga heimsmeistaratitla og sjálf goðsögnin Michael Schumacher og eftir yfirstandandi tímabil mun hann feta í fótspor Schumacher og ganga til liðs við Ferrari og reyna þar að koma ítalska risanum aftur á sigurbraut. Akstursíþróttaferill Hamilton hefur staðið yfir frá því að hann var sex ára gamall en í dag er Hamilton 39 ára. Snemma á ferlinum gerði þunglyndi vart um sig hjá Bretanum og hefur það teygt sig inn á seinni hluta ferilsins. „Ég held að það stafi út frá pressunni sem fylgir því að vera í þessu sporti en á sama tíma átti ég erfitt uppdráttar í skóla. Varð fyrir einelti. Ég hafði engan til að tala við,“ segir Hamilton í viðtali við Times. Eftir því sem liðið hefur á hefur Hamilton, sem hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, náð betri tökum á og unnið með andlega líðan sína. „Maður lærir um hulti sem maður hefur erft frá foreldrum sínum, tekur eftir ákveðnu mynstri í því hvernig maður bregst við ákveðnum hlutum og aðstæðum. Hvernig maður getur tekist á við slíkar aðstæður. Það sem að gæti hafa komið illa við mig hér áður fyrr varðandi fortíðina hefur kannski ekki haft áhrif á mig núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton er sigursælasti Formúlu 1 ökuþór sögunnar með jafnmarga heimsmeistaratitla og sjálf goðsögnin Michael Schumacher og eftir yfirstandandi tímabil mun hann feta í fótspor Schumacher og ganga til liðs við Ferrari og reyna þar að koma ítalska risanum aftur á sigurbraut. Akstursíþróttaferill Hamilton hefur staðið yfir frá því að hann var sex ára gamall en í dag er Hamilton 39 ára. Snemma á ferlinum gerði þunglyndi vart um sig hjá Bretanum og hefur það teygt sig inn á seinni hluta ferilsins. „Ég held að það stafi út frá pressunni sem fylgir því að vera í þessu sporti en á sama tíma átti ég erfitt uppdráttar í skóla. Varð fyrir einelti. Ég hafði engan til að tala við,“ segir Hamilton í viðtali við Times. Eftir því sem liðið hefur á hefur Hamilton, sem hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, náð betri tökum á og unnið með andlega líðan sína. „Maður lærir um hulti sem maður hefur erft frá foreldrum sínum, tekur eftir ákveðnu mynstri í því hvernig maður bregst við ákveðnum hlutum og aðstæðum. Hvernig maður getur tekist á við slíkar aðstæður. Það sem að gæti hafa komið illa við mig hér áður fyrr varðandi fortíðina hefur kannski ekki haft áhrif á mig núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira