Boðað til fundar ráðuneyta og nefnda Alþingis um Ölfusárbrú í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:16 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Boðað hefur verið til fundar meirihluta fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með fulltrúum fjármálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins um stöðu nýrrar Ölfusárbrúar í dag. Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir að boðað hafi verið til fundarins í gær og að aðstoðarmenn ráðherra umræddra ráðuneyta hafi haft milligöngu um fundarboðið. Blaðið hefur eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni fjárlaganefndar, að til standi að fara yfir stöðu verkefnisins en hann viti ekki til þess að annað verði til umræðu. „Grunnforsendan er að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum og því verður ekki breytt. Ég hvika ekki frá því,“ sagði Njáll Trausti í samtali við Morgunblaðið, sem segir Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefndar, hafa tekið í sama streng. Strandar á veggjöldunum Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að smíði nýrrar Ölfusárbrúar væri í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna stæði undir framkvæmdakostnaðinum. Sérfræðingar ríkisábyrgðasjóðs efuðust um að dæmið gengi upp. Til stóð að undirrita samninga milli Vegagerðarinnar og ÞG verks, sem var eini aðilinn sem bauð í smíðina, í sumar og seint í ágúst sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra að hann vænti niðurstöðu „næstu daga“. Heimildir fréttastofu herma að fjármálaráðherra hafi gengið hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöldin nægðu til að borga brúna en lántökuheimild fjárlaga setur það skilyrði að gjaldtaka vegna aksturs yfir brúna verði að standa undir kostnaðinum. „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
Samgöngur Árborg Ný Ölfusárbrú Flóahreppur Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira