Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2024 07:37 Fyrstu Airbus A321-þotu Icelandair rennt út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg þann 9. september síðastliðinn. Airbus/Icelandair Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. Í fjórða þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 er fjallað um flugvélarnar sem Icelandair og Play hafa veðjað á sem sínar framtíðarvélar. Þær verða að öllum líkindum þær þotur sem flytja munu flesta ferðamenn til Íslands næstu einn til tvo áratugina og jafnframt þær þotur sem flestir Íslendingar munu fljúga með til útlanda og heim aftur jafnvel fram undir miðja þessa öld. Hér má sjá þrettán mínútna myndskeið úr þættinum: Flugvélakaup var það verkefni sem Leifur Magnússon sinnti hjá Flugleiðum. Þar starfaði hann í aldarfjórðung sem framkvæmdastjóri og var lengst af yfir flugrekstrinum og þróun flugflotans. Í þættinum sýnir hann þær sjö flugvélagerðir sem hann tók þátt í að semja um fyrir hönd félagsins. Í hans huga eru það kaupin á Boeing 757-þotunum sem standa upp úr. Þá fyrstu fékk félagið árið 1990. 34 árum síðar eru 757-þoturnar enn í notkun hjá Icelandair og eiga enn nokkur ár eftir, þótt þeim hafi fækkað verulega á síðustu misserum. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sýnir þær flugvélategundir sem hann tók þátt í að semja um fyrir hönd félagsins.Egill Aðalsteinsson „Þær komu náttúrlega einstaklega vel út fjárhagslega,“ segir Leifur og bendir á að engin flugvélartegund hafi þjónað félaginu lengur. „Næst í röðinni er gamli þristurinn, sem var hérna í 28 ár. Boeing 727 var í 23 ár og DC-8 í 20 ár. Þetta eru eiginlega allt aðrar tölur,“ segir Leifur og telur að ef einhver þota eigi skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá sé það Boeing 757. „Þetta er tvímælalaust sú flugvélargerð sem hefur byggt Icelandair upp í áranna rás.“ Boeing 757 hefur verið í þjónustu Icelandair frá árinu 1990 eða í 34 ár. Fjórtán slíkar eru enn í notkun hjá félaginu.Vilhelm Gunnarsson Árið 2012 ákvað stjórn Icelandair að hefja endurnýjun flotans með kaupum á Boeing 737 Max og tók þá tegund í notkun árið 2018. Það kom ráðamönnum Icelandair skemmtilega á óvart að Maxinn reyndist bæði sparneytnari og langdrægnari en upphaflega var áætlað. Í þættinum lýsa forystumenn Icelandair því hvernig Maxinn hefur gefið félaginu færi á nýjum landvinningum með því að hefja flug á áfangastaði eins og Raleigh-Durham og Pittsburgh. Slíkum borgum hefði tæplega verið hentugt að sinna með eldri vélum félagsins. Boeing 737 MAX-þota Icelandair lendir á Raleigh-Durham flugvelli í fyrsta fluginu til Norður-Karólínu.WRAL-TV Raleigh Maxinn gat þó ekki algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. Það varð til þess að sumarið 2023 skrifaði Icelandair undir samning við Airbus um kaup á allt að 25 þotum af gerðinni A321 XLR. Gert er ráð fyrir að þær fyrstu verði afhentar árið 2029. Félagið hyggst þó ekki bíða svo lengi með að taka Airbus-þotur í notkun. Fyrsta A321 LR-þotan var máluð í litum Icelandair á dögunum, tvær slíkar bætast í flotann fyrir áramót og alls fjórar fyrir næsta sumar. Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan WOW Air í rekstri Airbus A320-vélanna. Það var því rökrétt hjá stjórnendum Play að velja þá tegund en félagið er bæði með A320 og lengri gerðina A321. Frá afhendingu tíundu Airbus-þotu Play í Hamborg í fyrrasumar.Egill Aðalsteinsson Í þættinum er fylgst með því þegar Play fékk afhenta sína tíundu Airbus-þotu á tveimur árum beint úr verksmiðjunum í Hamborg. Félagið státaði þá af yngsta flugflota Evrópu. Það kom í hlut Siggeirs Þórs Siggeirssonar, þjálfunarflugstjóra Play, að fljúga þotunni frá Hamborg og heim til Íslands. Hann flaug einnig fyrsta flug Play vorið 2021. Siggeir og þáverandi framkvæmdastjóri flugrekstrasviðs Play, Arnar Már Magnússon, lýstu helstu kostum flugvélarinnar og hvernig hún hentaði rekstri Play. Forstjóri Icelandair segir að kaupin á XLR-gerðinni, langdrægustu gerð Airbus A321, gefi félaginu ný sóknarfæri. Hún geti gert mun meira en 757-vélin. „Farið niður eftir vesturströnd Bandaríkjanna og lengra í austur. Og í rauninni lengra í allar áttir. Þannig að þetta býr til veruleg tækifæri fyrir þróun á okkar leiðakerfi á næstu árum,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair skrifaði í fyrra undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus, handsala kaupsamninginn að lokinni undirskrift.Icelandair Jens Bjarnason, forstöðumaður hjá Icelandair, nefnir dæmi um hið mikla flugdrægi XLR-vélarinnar frá Íslandi: „Hún getur auðveldlega flogið til Kaliforníu, Los Angeles, San Diego, Phoenix í Arizona, Texas og jafnvel sunnar. Mexíkó, og jafnvel Suður-Ameríku, Karíbahafið. Þannig að ef þú ert að horfa til vesturheims þá eru þetta staðir sem eru innan þess sem flugvélin getur flogið til.“ Ný tækifæri skapast einnig í austurvegi. „Miðausturlönd, Norður-Afríka, Asía, jafnvel Indland. Þannig að þetta er gríðarlega öflug vél,“ segir Jens Bjarnason. Fjórði þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um efnahagsáhrifin af flugstarfsemi Íslendinga. Hann verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:55. Í þessu fimm mínútna myndskeiði má sjá dæmi um störfin í fluginu: Fimmti þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöldið 30. september klukkan 19:10. Þá fylgjum við áhöfn Air Atlanta á Boeing 747-fraktþotu í hringferð um Afríku. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Play Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Ferðalög WOW Air Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Í fjórða þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 er fjallað um flugvélarnar sem Icelandair og Play hafa veðjað á sem sínar framtíðarvélar. Þær verða að öllum líkindum þær þotur sem flytja munu flesta ferðamenn til Íslands næstu einn til tvo áratugina og jafnframt þær þotur sem flestir Íslendingar munu fljúga með til útlanda og heim aftur jafnvel fram undir miðja þessa öld. Hér má sjá þrettán mínútna myndskeið úr þættinum: Flugvélakaup var það verkefni sem Leifur Magnússon sinnti hjá Flugleiðum. Þar starfaði hann í aldarfjórðung sem framkvæmdastjóri og var lengst af yfir flugrekstrinum og þróun flugflotans. Í þættinum sýnir hann þær sjö flugvélagerðir sem hann tók þátt í að semja um fyrir hönd félagsins. Í hans huga eru það kaupin á Boeing 757-þotunum sem standa upp úr. Þá fyrstu fékk félagið árið 1990. 34 árum síðar eru 757-þoturnar enn í notkun hjá Icelandair og eiga enn nokkur ár eftir, þótt þeim hafi fækkað verulega á síðustu misserum. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sýnir þær flugvélategundir sem hann tók þátt í að semja um fyrir hönd félagsins.Egill Aðalsteinsson „Þær komu náttúrlega einstaklega vel út fjárhagslega,“ segir Leifur og bendir á að engin flugvélartegund hafi þjónað félaginu lengur. „Næst í röðinni er gamli þristurinn, sem var hérna í 28 ár. Boeing 727 var í 23 ár og DC-8 í 20 ár. Þetta eru eiginlega allt aðrar tölur,“ segir Leifur og telur að ef einhver þota eigi skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá sé það Boeing 757. „Þetta er tvímælalaust sú flugvélargerð sem hefur byggt Icelandair upp í áranna rás.“ Boeing 757 hefur verið í þjónustu Icelandair frá árinu 1990 eða í 34 ár. Fjórtán slíkar eru enn í notkun hjá félaginu.Vilhelm Gunnarsson Árið 2012 ákvað stjórn Icelandair að hefja endurnýjun flotans með kaupum á Boeing 737 Max og tók þá tegund í notkun árið 2018. Það kom ráðamönnum Icelandair skemmtilega á óvart að Maxinn reyndist bæði sparneytnari og langdrægnari en upphaflega var áætlað. Í þættinum lýsa forystumenn Icelandair því hvernig Maxinn hefur gefið félaginu færi á nýjum landvinningum með því að hefja flug á áfangastaði eins og Raleigh-Durham og Pittsburgh. Slíkum borgum hefði tæplega verið hentugt að sinna með eldri vélum félagsins. Boeing 737 MAX-þota Icelandair lendir á Raleigh-Durham flugvelli í fyrsta fluginu til Norður-Karólínu.WRAL-TV Raleigh Maxinn gat þó ekki algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. Það varð til þess að sumarið 2023 skrifaði Icelandair undir samning við Airbus um kaup á allt að 25 þotum af gerðinni A321 XLR. Gert er ráð fyrir að þær fyrstu verði afhentar árið 2029. Félagið hyggst þó ekki bíða svo lengi með að taka Airbus-þotur í notkun. Fyrsta A321 LR-þotan var máluð í litum Icelandair á dögunum, tvær slíkar bætast í flotann fyrir áramót og alls fjórar fyrir næsta sumar. Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan WOW Air í rekstri Airbus A320-vélanna. Það var því rökrétt hjá stjórnendum Play að velja þá tegund en félagið er bæði með A320 og lengri gerðina A321. Frá afhendingu tíundu Airbus-þotu Play í Hamborg í fyrrasumar.Egill Aðalsteinsson Í þættinum er fylgst með því þegar Play fékk afhenta sína tíundu Airbus-þotu á tveimur árum beint úr verksmiðjunum í Hamborg. Félagið státaði þá af yngsta flugflota Evrópu. Það kom í hlut Siggeirs Þórs Siggeirssonar, þjálfunarflugstjóra Play, að fljúga þotunni frá Hamborg og heim til Íslands. Hann flaug einnig fyrsta flug Play vorið 2021. Siggeir og þáverandi framkvæmdastjóri flugrekstrasviðs Play, Arnar Már Magnússon, lýstu helstu kostum flugvélarinnar og hvernig hún hentaði rekstri Play. Forstjóri Icelandair segir að kaupin á XLR-gerðinni, langdrægustu gerð Airbus A321, gefi félaginu ný sóknarfæri. Hún geti gert mun meira en 757-vélin. „Farið niður eftir vesturströnd Bandaríkjanna og lengra í austur. Og í rauninni lengra í allar áttir. Þannig að þetta býr til veruleg tækifæri fyrir þróun á okkar leiðakerfi á næstu árum,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair skrifaði í fyrra undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus, handsala kaupsamninginn að lokinni undirskrift.Icelandair Jens Bjarnason, forstöðumaður hjá Icelandair, nefnir dæmi um hið mikla flugdrægi XLR-vélarinnar frá Íslandi: „Hún getur auðveldlega flogið til Kaliforníu, Los Angeles, San Diego, Phoenix í Arizona, Texas og jafnvel sunnar. Mexíkó, og jafnvel Suður-Ameríku, Karíbahafið. Þannig að ef þú ert að horfa til vesturheims þá eru þetta staðir sem eru innan þess sem flugvélin getur flogið til.“ Ný tækifæri skapast einnig í austurvegi. „Miðausturlönd, Norður-Afríka, Asía, jafnvel Indland. Þannig að þetta er gríðarlega öflug vél,“ segir Jens Bjarnason. Fjórði þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um efnahagsáhrifin af flugstarfsemi Íslendinga. Hann verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:55. Í þessu fimm mínútna myndskeiði má sjá dæmi um störfin í fluginu: Fimmti þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöldið 30. september klukkan 19:10. Þá fylgjum við áhöfn Air Atlanta á Boeing 747-fraktþotu í hringferð um Afríku. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Play Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Ferðalög WOW Air Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27