Um orkuskort, auðlindir og endurvinnslu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 26. september 2024 11:33 Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Orkumál Stóriðja Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun