Um orkuskort, auðlindir og endurvinnslu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 26. september 2024 11:33 Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Orkumál Stóriðja Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun