Segir gagnrýni kvenna á leikskólastefnu Kópavogs tvískinnung Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 10:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður, og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Vísir Þingkona Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að konur sem segist tala fyrir kvenréttindum gagnrýni breytingar sem flokkur hennar gerði í leikskólamálum í Kópavogi. Hún sakar gagnrýnendur breytinganna um tvískinnung. Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann. Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann.
Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31
Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01