Segir gagnrýni kvenna á leikskólastefnu Kópavogs tvískinnung Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 10:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður, og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Vísir Þingkona Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að konur sem segist tala fyrir kvenréttindum gagnrýni breytingar sem flokkur hennar gerði í leikskólamálum í Kópavogi. Hún sakar gagnrýnendur breytinganna um tvískinnung. Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann. Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann.
Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31
Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01