Hvað lærum við af hinum sem er ósammála? Samtal um loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson skrifar 24. september 2024 10:31 Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Loftslagsmál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun