Gervigreindin og atvinnulífið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 24. september 2024 08:32 Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar