„Höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 17:06 Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari Keflvíkinga. vísir/diego Keflavík tók á móti ÍR í seinni leik liðana í undanúrslitum umspilsins fyrir Bestu deildina í dag. Það var ÍR sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveim en það kom ekki að sök þar sem Keflavík vann einvígið með sex mörkum gegn fjórum. „Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“
Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira