Nauðsyn námsgagna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýar Árnadóttir skrifa 23. september 2024 09:02 Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun