Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:31 Frá vettvangi árásarinnar í Karkív í nótt. AP/Ríkislögreglustjóri Úkraínu Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11
Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07