Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2024 22:02 Sigrún Ágústsdóttir, nýr forstjóri Náttúruverndarstofu á kynningunni á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil tilhlökkun og ánægja er á Hvolsvelli með þá staðreynd að höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar, Náttúruverndarstofnunar verði á staðnum og skapi þannig nokkur ný störf. Nýja stofnunin tekur til starfa um næstu áramót. Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira