Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 17. september 2024 14:38 Mörg hundruð eru sagðir hafa særst í sprengingunum. AP Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. Ríkisfjölmiðill Líbanons segja sprengingarnar margar hafa orðið í úthverfum í suðurhluta höfuðborgarinnar Beirút en fregnir hafa einnig borist af særðum Hezbollah-liðum í Sýrlandi. Heimildarmaður Wall Street Journal úr Hezbollah segir að símboðarnir hafi tilheyrt nýrri sendingu sem samtökunum barst á dögunu. Hundruð vígamanna eru sagðir hafa fengið símboða úr sendingunni. Leiðtogar Hezbollah kenna Ísrael um sprengingarnar og heita hefndum. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í dag að rúmlega 2.800 væru særðir og minnst átta væru látnir. Búist er við því að báðar tölur muni hækka. Reuters segir son þingmanns Hezbollah vera meðal hinna látnu. Á myndböndum og myndum sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum má sjá særða menn sem verið er að flytja á sjúkrahús. Liðsmaður Hezbollah segir í samtali við Reuters að um sé að ræða „stærsta öryggisbrestinn til þessa“ frá því að átökin við Ísrael stigmögnuðust í kjölfar stríðsátakanna á Gasa. Mikil óreiða ríkir á sjúkrahúsum í Líbanon. Hér að neðan má sjá myndband frá einu sjúkrahúsi en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Crazy scenes from a hospital in #Lebanon 🇱🇧 as over a 1000 people, including many #Hezbollah members have been injured following the simultaneous detonation of Hezbollah pagers across the country, and further away in #Syria.This has all the hallmarks of a orchestrated attack. pic.twitter.com/XEZQMVFfPg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 17, 2024 Í frétt BBC segir að talsmenn Ísraelshers hafi ekki ekki tjáð sig um málið. Ólíklegt er að Ísraelar muni lýsa yfir ábyrgð eða viðurkenna að hafa gert einhverskonar árás. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Stjórnvöld í Ísrael hafa áður varað við að möguleiki sé á að ráðist verði í hernaðaraðferð til að láta liðsmenn Hezbollah hörfa frá svæðum næst ísraelsku landamærunum. Spjótin beinast, eins og áður hefur komið fram, að yfirvöldum í Ísrael en óljóst er hvernig hægt væri að framvkæma árás sem þessa. Einhverjar fregnir hafa borist af því að fólk hafi fundið símboða sína hitna áður en þeir sprungu og einhverjum hafi tekist að kasta þeim frá sér áður. Eðli málsins samkvæmt er margt enn mjög óljóst en sérfræðingar segja ólíklegt að sprengingar sem myndbönd í drefingu sýna, geti gerst án sprengiefnis. Það er að segja að líklega hafi smáum sprengjum verið komið fyrir í símboðunum. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem eiga að sýna símboða springa í Líbanon. Myndböndin geta vakið óhug. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Hafa varað við notkun snjalltækja Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hefur varað meðlimi samtakanna um að bera farsíma, því yfirvöld í Ísrael geti vaktað þá og fylgst með ferðum þeirra. Sendiherra Írans í Líbanon er einn þeirra sem særðist í dag. Hezbollah hefur um árabil notið mikils stuðnings frá klerkastjórn landsins. Í fyrstu yfirlýsingu leiðtoga Hezbollah segir að símboðarnir hafi sprungið klukkan 15: 30 að staðartíma. Minnst tveir meðlimir samtakanna hafi látið lífið, auk tíu ára stúlku. Þar segir að mikill fjöldi manna hafi særst. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé til rannsóknar og eru meðlimir Hezbollah beðnir um að vera á varðbergi. Fréttin var síðast uppfærð 15:30. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. 13. september 2024 11:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Líbanons segja sprengingarnar margar hafa orðið í úthverfum í suðurhluta höfuðborgarinnar Beirút en fregnir hafa einnig borist af særðum Hezbollah-liðum í Sýrlandi. Heimildarmaður Wall Street Journal úr Hezbollah segir að símboðarnir hafi tilheyrt nýrri sendingu sem samtökunum barst á dögunu. Hundruð vígamanna eru sagðir hafa fengið símboða úr sendingunni. Leiðtogar Hezbollah kenna Ísrael um sprengingarnar og heita hefndum. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í dag að rúmlega 2.800 væru særðir og minnst átta væru látnir. Búist er við því að báðar tölur muni hækka. Reuters segir son þingmanns Hezbollah vera meðal hinna látnu. Á myndböndum og myndum sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum má sjá særða menn sem verið er að flytja á sjúkrahús. Liðsmaður Hezbollah segir í samtali við Reuters að um sé að ræða „stærsta öryggisbrestinn til þessa“ frá því að átökin við Ísrael stigmögnuðust í kjölfar stríðsátakanna á Gasa. Mikil óreiða ríkir á sjúkrahúsum í Líbanon. Hér að neðan má sjá myndband frá einu sjúkrahúsi en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Crazy scenes from a hospital in #Lebanon 🇱🇧 as over a 1000 people, including many #Hezbollah members have been injured following the simultaneous detonation of Hezbollah pagers across the country, and further away in #Syria.This has all the hallmarks of a orchestrated attack. pic.twitter.com/XEZQMVFfPg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 17, 2024 Í frétt BBC segir að talsmenn Ísraelshers hafi ekki ekki tjáð sig um málið. Ólíklegt er að Ísraelar muni lýsa yfir ábyrgð eða viðurkenna að hafa gert einhverskonar árás. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Stjórnvöld í Ísrael hafa áður varað við að möguleiki sé á að ráðist verði í hernaðaraðferð til að láta liðsmenn Hezbollah hörfa frá svæðum næst ísraelsku landamærunum. Spjótin beinast, eins og áður hefur komið fram, að yfirvöldum í Ísrael en óljóst er hvernig hægt væri að framvkæma árás sem þessa. Einhverjar fregnir hafa borist af því að fólk hafi fundið símboða sína hitna áður en þeir sprungu og einhverjum hafi tekist að kasta þeim frá sér áður. Eðli málsins samkvæmt er margt enn mjög óljóst en sérfræðingar segja ólíklegt að sprengingar sem myndbönd í drefingu sýna, geti gerst án sprengiefnis. Það er að segja að líklega hafi smáum sprengjum verið komið fyrir í símboðunum. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem eiga að sýna símboða springa í Líbanon. Myndböndin geta vakið óhug. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Hafa varað við notkun snjalltækja Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hefur varað meðlimi samtakanna um að bera farsíma, því yfirvöld í Ísrael geti vaktað þá og fylgst með ferðum þeirra. Sendiherra Írans í Líbanon er einn þeirra sem særðist í dag. Hezbollah hefur um árabil notið mikils stuðnings frá klerkastjórn landsins. Í fyrstu yfirlýsingu leiðtoga Hezbollah segir að símboðarnir hafi sprungið klukkan 15: 30 að staðartíma. Minnst tveir meðlimir samtakanna hafi látið lífið, auk tíu ára stúlku. Þar segir að mikill fjöldi manna hafi særst. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé til rannsóknar og eru meðlimir Hezbollah beðnir um að vera á varðbergi. Fréttin var síðast uppfærð 15:30.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. 13. september 2024 11:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. 13. september 2024 11:21