„Við berum ekki þeirra sorg“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 20:53 Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Matthildur Bjarnadóttir. Bylgjan Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar. Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“ Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“
Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09