Grænfáninn 30 ára Sigurlaug Arnardóttir, Guðrún Schmidt, Ósk Kristinsdóttir og Borghildur Gunnardóttir skrifa 16. september 2024 11:32 Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun