Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 11:31 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Stjórnendur Landsbankans hafa ekki tekið ákvörðun um að feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna tveggja og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18
Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39