Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla ábyrgð á stöðunni! Haraldur Þór Jónsson skrifar 14. september 2024 12:03 Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun