Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2024 13:39 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar kemur ennfremur fram að Orkustofnun hafi jafnframt gefið út leyfi til stækkunar Sigölduvirkjunar úr 150 MW í 215 MW með því að bæta fjórðu vélinni við. Þar sæki Landsvirkjun um framkvæmdaleyfi til Ásahrepps og Rangárþings ytra. „Stækkun Sigölduvirkjunar eykur afl og sveigjanleika í raforkukerfinu. Með aflaukningunni eykst orkuvinnslugeta stöðvarinnar aðeins lítillega, nema til komi meira rennsli með aukinni bráðnun jökla eða aukinni úrkomu. Áætlað er að stækkun verði lokið í lok árs 2027. Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í Þjórsá. Hún verður 740 GWst, 95 MW að stærð, sem þýðir að hún getur unnið svipaða orku og jarðvarmavirkjunin Þeistareykir á Norðurlandi gerir nú. Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Umhverfisstofnun hefur síðan veitt heimild til breytinga á vatnshloti,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir hefjist sem fyrst Ennfremur segir að vegna þeirra tafa sem hafi orðið í leyfisveitingaferlinu þurfi framkvæmdir að hefjast sem allra fyrst, eigi það takmark að nást að stöðin skili orku í árslok 2028. „Vegagerðin er langt komin með endurbætur á Hvammsvegi og undirbýr lagningu nýs Búðafossvegar og brúar yfir Þjórsá. Landsvirkjun mun hefjast handa við gerð aðkomuvegar í framhaldi af Hvammsvegi og gröft frárennslisskurðar, þaðan sem efni fæst í Búðafossveg, fljótlega eftir að framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna liggja fyrir. Einnig verður lagður grunnur að vinnubúðum og lagt veitukerfi fyrir þær og framkvæmdasvæðið allt,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar kemur ennfremur fram að Orkustofnun hafi jafnframt gefið út leyfi til stækkunar Sigölduvirkjunar úr 150 MW í 215 MW með því að bæta fjórðu vélinni við. Þar sæki Landsvirkjun um framkvæmdaleyfi til Ásahrepps og Rangárþings ytra. „Stækkun Sigölduvirkjunar eykur afl og sveigjanleika í raforkukerfinu. Með aflaukningunni eykst orkuvinnslugeta stöðvarinnar aðeins lítillega, nema til komi meira rennsli með aukinni bráðnun jökla eða aukinni úrkomu. Áætlað er að stækkun verði lokið í lok árs 2027. Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í Þjórsá. Hún verður 740 GWst, 95 MW að stærð, sem þýðir að hún getur unnið svipaða orku og jarðvarmavirkjunin Þeistareykir á Norðurlandi gerir nú. Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Umhverfisstofnun hefur síðan veitt heimild til breytinga á vatnshloti,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir hefjist sem fyrst Ennfremur segir að vegna þeirra tafa sem hafi orðið í leyfisveitingaferlinu þurfi framkvæmdir að hefjast sem allra fyrst, eigi það takmark að nást að stöðin skili orku í árslok 2028. „Vegagerðin er langt komin með endurbætur á Hvammsvegi og undirbýr lagningu nýs Búðafossvegar og brúar yfir Þjórsá. Landsvirkjun mun hefjast handa við gerð aðkomuvegar í framhaldi af Hvammsvegi og gröft frárennslisskurðar, þaðan sem efni fæst í Búðafossveg, fljótlega eftir að framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna liggja fyrir. Einnig verður lagður grunnur að vinnubúðum og lagt veitukerfi fyrir þær og framkvæmdasvæðið allt,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Sjá meira