Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 13. september 2024 13:01 Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun