Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 09:56 Leyfa á lausagöngu hunda á litlum hluta Klambratúns samkvæmt nýju hverfisskipulagi. Vísir/Vilhelm Hluti Hlíða er nú með hverfisvernd. Heimildir til breytinga og viðbygginga á núverandi húsum hafa nú verið samræmdar og á að vera skýrara fyrir íbúa að sjá hvaða breytingar á húsnæði þeirra eru heimilar. Auk þess er auðveldara að sækja um leyfi.Þá á að leyfa lausagöngu hunda á hluta Klambratúns. Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Sjá meira
Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels