Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 15:14 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hlessa yfir ákvörðun stjórnvalda um ráðstöfun séreignarsparnaðar. Vísir/Arnar Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að öðru óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið við lýði frá árinu 2014. Með ólíkindum „Ég tel það alveg með ólíkindum, að stjórnvöld skuli taka þessa ákvörðun vegna þess að þetta hefur verið að gagnast millitekjufólki gríðarlega vel. Þar sem það hefur haft tækifæri til þess að nota séreignarsparnaðinn sinn skattfrjálst til lækkunar á höfuðstól,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Því komi það honum á óvart að stjórnvöld skuli ekki hafa framlengt úrræðið, eða gengið skrefinu lengra og fest það til frambúðar. „Það er kannski þannig að þetta gagnist millitekjufólkinu of vel. Það er kannski ástæðan fyrir því að menn taka ákvörðun um að hætta þessu.“ Það besta sem komi fyrir fólk Vilhjálmur segist í raun ekki skilja hvers vegna fyrirkomulaginu sé breytt enda sé það að lækka höfuðstól lána sinna og séreignarsparnaðarleiðin hafi gagnast mörgum mjög vel í þeim efnum. „Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þennan þátt og framlengja þetta ákvæði.“ Hann segir þó að fagna beri því að úrræðið sé ekki tekið af fyrstu kaupendum fasteigna. Skattar og tollar Fjármál heimilisins Stéttarfélög Fjárlagafrumvarp 2025 Húsnæðismál Tengdar fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að öðru óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið við lýði frá árinu 2014. Með ólíkindum „Ég tel það alveg með ólíkindum, að stjórnvöld skuli taka þessa ákvörðun vegna þess að þetta hefur verið að gagnast millitekjufólki gríðarlega vel. Þar sem það hefur haft tækifæri til þess að nota séreignarsparnaðinn sinn skattfrjálst til lækkunar á höfuðstól,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Því komi það honum á óvart að stjórnvöld skuli ekki hafa framlengt úrræðið, eða gengið skrefinu lengra og fest það til frambúðar. „Það er kannski þannig að þetta gagnist millitekjufólkinu of vel. Það er kannski ástæðan fyrir því að menn taka ákvörðun um að hætta þessu.“ Það besta sem komi fyrir fólk Vilhjálmur segist í raun ekki skilja hvers vegna fyrirkomulaginu sé breytt enda sé það að lækka höfuðstól lána sinna og séreignarsparnaðarleiðin hafi gagnast mörgum mjög vel í þeim efnum. „Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þennan þátt og framlengja þetta ákvæði.“ Hann segir þó að fagna beri því að úrræðið sé ekki tekið af fyrstu kaupendum fasteigna.
Skattar og tollar Fjármál heimilisins Stéttarfélög Fjárlagafrumvarp 2025 Húsnæðismál Tengdar fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21
Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29
Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08