Hrókera í nefndum Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 11:36 Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki og Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki munu mun fara með nefndarformennsku á þinginu. Vísir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Þetta herma heimildir fréttastofu en þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks hafa ákveðið að gera breytingar á nefndaskipan í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í vor. Hefð er fyrir því að formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra séu ekki í sama flokki. Samkomulag er nú innan þingflokka stjórnarflokkanna um formennsku í fastanefndum þingsins þó að formenn nefnda séu ekki valdir að forminu til fyrr en á fyrsta fundi hverrar nefndar eftir þingsetningu. Njáll Trausti var varaformaður fjárlaganefndar á síðasta ári en mun nú taka við formennsku í nefndinni. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gegndi formennsku í nefndinni á síðasta þingvetri og verður varaformaður nefndarinnar. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður annar varaformaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hættir í efnahags- og viðskiptanefnd Greint var frá því á þingfundi í gær að Sjálfstæðismaðurinn Teitur Björn Einarsson væri hættur í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hann gegndi formennsku síðasta þingvetur. Hann tekur sæti í atvinnuveganefnd og verður þar annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki mun þar taka við formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd samkvæmt heimildum fréttastofu. Dilja Mist gegndi formennsku í utanríkismálanefnd síðasta vetur, en Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki kemur nýr inn í nefndina og mun samkvæmt heimildum fréttastofu taka við formennsku. Bjarni Jónsson Vinstri grænum verður varaformaður nefndarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki áfram gegna formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. Þá mun Þórarinn Ingi Pétursson áfram gegna formennsku í atvinnuveganefnd, Bjarni Jónsson Vinstri grænum formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum verður áfram formaður í velferðarnefnd. Tilkynnti um mannabreytingar Forseti Alþingis greindi síðdegis í gær frá þeim mannabreytingum sem yrðu í fastanefndum þingsins. Kom þar fram að hjá Framsóknarflokki tæki Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar og Ingibjörg Isaksen yrði varamaður í sömu nefnd í stað Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur. Þá myndi Jóhann Friðrik Friðriksson taka sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur. Í þingflokki Sjálfstæðisflokks tæki Birgir Þórarinsson sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Teits Björns Einarssonar. Þá myndu Teitur Björn og Jón Gunnarsson taka sæti sem aðalmenn í atvinnuveganefnd í stað Birgis Þórarinssonar og Ásmundar Friðrikssonar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. 10. september 2024 19:40 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks hafa ákveðið að gera breytingar á nefndaskipan í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í vor. Hefð er fyrir því að formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra séu ekki í sama flokki. Samkomulag er nú innan þingflokka stjórnarflokkanna um formennsku í fastanefndum þingsins þó að formenn nefnda séu ekki valdir að forminu til fyrr en á fyrsta fundi hverrar nefndar eftir þingsetningu. Njáll Trausti var varaformaður fjárlaganefndar á síðasta ári en mun nú taka við formennsku í nefndinni. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gegndi formennsku í nefndinni á síðasta þingvetri og verður varaformaður nefndarinnar. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður annar varaformaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hættir í efnahags- og viðskiptanefnd Greint var frá því á þingfundi í gær að Sjálfstæðismaðurinn Teitur Björn Einarsson væri hættur í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hann gegndi formennsku síðasta þingvetur. Hann tekur sæti í atvinnuveganefnd og verður þar annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki mun þar taka við formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd samkvæmt heimildum fréttastofu. Dilja Mist gegndi formennsku í utanríkismálanefnd síðasta vetur, en Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki kemur nýr inn í nefndina og mun samkvæmt heimildum fréttastofu taka við formennsku. Bjarni Jónsson Vinstri grænum verður varaformaður nefndarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki áfram gegna formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. Þá mun Þórarinn Ingi Pétursson áfram gegna formennsku í atvinnuveganefnd, Bjarni Jónsson Vinstri grænum formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum verður áfram formaður í velferðarnefnd. Tilkynnti um mannabreytingar Forseti Alþingis greindi síðdegis í gær frá þeim mannabreytingum sem yrðu í fastanefndum þingsins. Kom þar fram að hjá Framsóknarflokki tæki Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar og Ingibjörg Isaksen yrði varamaður í sömu nefnd í stað Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur. Þá myndi Jóhann Friðrik Friðriksson taka sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur. Í þingflokki Sjálfstæðisflokks tæki Birgir Þórarinsson sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Teits Björns Einarssonar. Þá myndu Teitur Björn og Jón Gunnarsson taka sæti sem aðalmenn í atvinnuveganefnd í stað Birgis Þórarinssonar og Ásmundar Friðrikssonar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. 10. september 2024 19:40 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. 10. september 2024 19:40