Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 8. september 2024 07:02 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar