Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 12:50 Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir ljóst að flestir hafi skoðun á nýrri auglýsingu félagsins. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“ Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“
Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira