Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 11:13 Starliner, geimfarið á að losa sig frá geimstöðinni á föstudaginn og lenda í sjónum undan strönum Mexíkó á laugardaginn. AP/NASA Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð. Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð.
Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira