„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2024 16:19 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Hann segir bólusetningarátakið á Gasa gríðarerfitt og flókið verkefni. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. „Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr. Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
„Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr.
Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47