Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 23:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir komandi verkefnum. Vísir/Diego Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna. Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira