Vilja koma böndum á AirBnb leigu á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 22:12 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stefna í þungan þingvetur. Hún á von á því að stærstu málin framundan á þingi verði húsnæðis- og efnahagsmál. Hún boðar nýtt útspil Samfylkingarinnar þar sem, meðal annars, verður kynnt nýtt inngrip á AirBnb skammtímaleigu á Íslandi. Kristrún ræddi komandi þingvetur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Fram kom í fréttum í dag að einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Í Reykjavík síðdegis voru þau spurð út í nýjustu könnun Maskínu sem og niðurstöður könnunar um að fjórðungur landsmanna vilji Kristrúnu sem næsta forsætisráðherra. Það var niðurstaða könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Kristrún segir augljóst að pólitískt landslag hafi gjörbreyst á nokkrum árum. Hún sé einbeitt að Samfylkingunni og þau séu á stöðugri siglingu. Hún reyni að fylgja ekki könnunum heldur einbeita sér að því að skila góðri vinnu. „Þetta er ekki í hendi en þetta eru vísbendingar um að við séum að fara í rétta átt,“ segir Kristrún og að flokkurinn sé ekki bara tilbúinn fyrir kosningar heldur líka til að taka til starfa í ríkisstjórn. Lítið fylgi merki um óánægju Ríkisstjórnarflokkarnir koma ekki vel út í könnunum og segir Kristrún það merki um óánægju almennings með þeirra störf. Fólki finnist vera ákvarðanafælni hjá ríkisstjórninni. Það sé margt gott en til dæmis séu efnahagsmálin á mjög slæmum stað. Sigmundur Davíð tekur undir orð Kristrúnar og segist taka niðurstöðum kannana með fyrirvara. Þingmenn Miðflokksins hafi gert það og það sýni sig nú að það hafi skipt máli. „Nú sjáum við mjög sterka vísbendingu um að fólk vilji meiri raunveruleikatengingu í pólitíkina,“ segir hann og að hana hafi undanfarið skort jarðtengingu og einkennst af umbúðamennsku. Rétttrúnaður hafi fengið að vaða uppi án nokkurra skýringa. Sigmundur segir þessa niðurstöðu áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Hún hafi átt að skapa stöðugleika en hafi bara skapað óstöðugleika. Í efnahagsmálum sé „vítiseldur“ þar sem ríkið hafi eytt langt umfram og það skapi verðbólgu sem svo auki tekjur ríkisins með hærri virðisaukaskatti. „Þennan vítahring verður að rjúfa,“ segir Sigmundur. Kristrún segir fjárlögin verða stórmál á haustþinginu. Þau hafi séð línuna sem eigi að leggja í fjármálaáætlun. Það sé verið að skrifa margar ávísanir inn á næsta kjörtímabil sem séu samt sem áður ófjármagnaðar. Hún segir það grundvöll að ekki sé farið í útgjöld ef ekki er búið að finna peninginn fyrir þeim. Það sé hægt að gera það með ýmsum hætti. Hún segir Samfylkinguna nú vinna að útspili sínu um húsnæðis- og kjaramálum. Það sé það þriðja en í þeim sem komu á undan var fjallað um orkumál, atvinnumál og heilbrigðismál. Hún segir útspilið tala inn í núverandi efnahagsástand þó svo að útspilið sé til langs tíma. Hún segir að í útspilinu sé til dæmis fjallað um húsnæðismarkaðinn og inngrip á AirBnb. Það sé mikið af eignum á gistiheimilamarkaði í stað þess að hýsa fjölskyldur. Þá sé einnig fjallað um hvert íbúðir sem er verið að byggja fari, hver eigi þær og hver geti leigt þær. „Það eru svona hlutir sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað taka á,“ segir Kristrún og að samhliða þessu verði kynntar tillögur í fjölskyldumálum. Verði að laga efnahagsástand til að laga húsnæðismarkað Sigmundur tekur undir þetta og segir húsnæðismálin stórt mál. Það séu þó takmörk fyrir því hvað ríkið geti gert til að skikka fólk til. Þar sem hafi verið settar hömlur á leigu hafi framboð leiguíbúða minnkað. Hann segir stærsta málið húsnæðisskortinn og að ríkisstjórnin hafi ýtt undir hann með því að flækja regluverk og með efnahagsástandi þar sem menn sjá ekki hag í að byggja. „Leiðin til að laga húsnæðismarkaðinn er að laga efnahagsástandið,“ segir Sigmundur og að það tengist á sama tíma „stjórnleysi í innflytjendamálum“. Hann segir að það haldist allt í hendur og að það verði að skoða málin heildrænt. Spurður hvort hann telji ekki þurfa koma böndum á AirBnb á Íslandi segir Sigmundur alls ekkert víst að fólk leigi íbúðina áfram. Það þurfi að huga að því áður en gripið er inn í eignarétt fólks. Kristrún segir húsnæði ekki hefðbundna markaðseign. Það séu heimili fólks og hugmyndin um AirBnb sé að fólk leigi út lögheimili sitt í skamman tíma. Hún geri ekki athugasemdir við það. „En þegar fólk er farið að verða bissness að kaupa íbúðir til að leigja þær út í skammtímaleigu þá þurfum við að fara að hugsa okkar gang,“ segir Kristrún og að samhliða þeirri skoðun þurfi að skoða hvaða atvinnugreinum við viljum byggja á. Það sé margt frábært við ferðaþjónustuna en það þurfi að skoða hvaða störf er verið að skapa og á aðflutning fólks til landsins. Meirihlutinn sem kemur til að vinna komi frá Evrópusambandinu eða EES-löndum og það sé afleiðing atvinnugreina sem við höldum á lofti. Hún segir það á ábyrgð stjórnvalda að skapa ramma um þetta. „Það er hins opinbera að hafa stjórn og einhverja stefnu á atvinnumálum. Þetta hefur líka áhrif á innviðina. Ef þú ert með vinnuaflsfreka atvinnugrein þá eru fleiri sem þurfa að koma hingað til að skapa verðmæti, til að fá gjaldeyri til landsins, til að fjármagna neysluna okkar.“ Hún segir áríðandi að stjórnvöld taki ákvarðanir byggðar á almannahagsmunum. Ekki hægt að viðhalda hagvexti með aðfluttu vinnuafli Sigmundur segir ekki hægt að viðhalda því endalaust að fá hagvöxt með því að flytja fólk til landsins. Kristrún segist sammála því. „Það endar sem svikamylla eða pýramídasvindl,“ segir hann og að svo hagkerfið verði sjálfbært þurfi að fækka vinnuafli að utan. Hann segist telja líklega að þingveturinn verði þungur. Það sé ólíklegt að ríkisstjórnin geti komist að samkomulagi um stór mál því flokkarnir innbyrðis muni frekar vilja sanna sig og að þeir séu ekki „eins og hinir“. Kristrún á von á því að þingveturinn verði sérstakur og eflaust þungur. Það verði ólga innan stjórnarliðsins og það sé ekki þjóðinni í hag að fá enn einn veturinn af „þessu ástandi“. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Miðflokkurinn Reykjavík síðdegis Airbnb Leigumarkaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fram kom í fréttum í dag að einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Í Reykjavík síðdegis voru þau spurð út í nýjustu könnun Maskínu sem og niðurstöður könnunar um að fjórðungur landsmanna vilji Kristrúnu sem næsta forsætisráðherra. Það var niðurstaða könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Kristrún segir augljóst að pólitískt landslag hafi gjörbreyst á nokkrum árum. Hún sé einbeitt að Samfylkingunni og þau séu á stöðugri siglingu. Hún reyni að fylgja ekki könnunum heldur einbeita sér að því að skila góðri vinnu. „Þetta er ekki í hendi en þetta eru vísbendingar um að við séum að fara í rétta átt,“ segir Kristrún og að flokkurinn sé ekki bara tilbúinn fyrir kosningar heldur líka til að taka til starfa í ríkisstjórn. Lítið fylgi merki um óánægju Ríkisstjórnarflokkarnir koma ekki vel út í könnunum og segir Kristrún það merki um óánægju almennings með þeirra störf. Fólki finnist vera ákvarðanafælni hjá ríkisstjórninni. Það sé margt gott en til dæmis séu efnahagsmálin á mjög slæmum stað. Sigmundur Davíð tekur undir orð Kristrúnar og segist taka niðurstöðum kannana með fyrirvara. Þingmenn Miðflokksins hafi gert það og það sýni sig nú að það hafi skipt máli. „Nú sjáum við mjög sterka vísbendingu um að fólk vilji meiri raunveruleikatengingu í pólitíkina,“ segir hann og að hana hafi undanfarið skort jarðtengingu og einkennst af umbúðamennsku. Rétttrúnaður hafi fengið að vaða uppi án nokkurra skýringa. Sigmundur segir þessa niðurstöðu áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. Hún hafi átt að skapa stöðugleika en hafi bara skapað óstöðugleika. Í efnahagsmálum sé „vítiseldur“ þar sem ríkið hafi eytt langt umfram og það skapi verðbólgu sem svo auki tekjur ríkisins með hærri virðisaukaskatti. „Þennan vítahring verður að rjúfa,“ segir Sigmundur. Kristrún segir fjárlögin verða stórmál á haustþinginu. Þau hafi séð línuna sem eigi að leggja í fjármálaáætlun. Það sé verið að skrifa margar ávísanir inn á næsta kjörtímabil sem séu samt sem áður ófjármagnaðar. Hún segir það grundvöll að ekki sé farið í útgjöld ef ekki er búið að finna peninginn fyrir þeim. Það sé hægt að gera það með ýmsum hætti. Hún segir Samfylkinguna nú vinna að útspili sínu um húsnæðis- og kjaramálum. Það sé það þriðja en í þeim sem komu á undan var fjallað um orkumál, atvinnumál og heilbrigðismál. Hún segir útspilið tala inn í núverandi efnahagsástand þó svo að útspilið sé til langs tíma. Hún segir að í útspilinu sé til dæmis fjallað um húsnæðismarkaðinn og inngrip á AirBnb. Það sé mikið af eignum á gistiheimilamarkaði í stað þess að hýsa fjölskyldur. Þá sé einnig fjallað um hvert íbúðir sem er verið að byggja fari, hver eigi þær og hver geti leigt þær. „Það eru svona hlutir sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað taka á,“ segir Kristrún og að samhliða þessu verði kynntar tillögur í fjölskyldumálum. Verði að laga efnahagsástand til að laga húsnæðismarkað Sigmundur tekur undir þetta og segir húsnæðismálin stórt mál. Það séu þó takmörk fyrir því hvað ríkið geti gert til að skikka fólk til. Þar sem hafi verið settar hömlur á leigu hafi framboð leiguíbúða minnkað. Hann segir stærsta málið húsnæðisskortinn og að ríkisstjórnin hafi ýtt undir hann með því að flækja regluverk og með efnahagsástandi þar sem menn sjá ekki hag í að byggja. „Leiðin til að laga húsnæðismarkaðinn er að laga efnahagsástandið,“ segir Sigmundur og að það tengist á sama tíma „stjórnleysi í innflytjendamálum“. Hann segir að það haldist allt í hendur og að það verði að skoða málin heildrænt. Spurður hvort hann telji ekki þurfa koma böndum á AirBnb á Íslandi segir Sigmundur alls ekkert víst að fólk leigi íbúðina áfram. Það þurfi að huga að því áður en gripið er inn í eignarétt fólks. Kristrún segir húsnæði ekki hefðbundna markaðseign. Það séu heimili fólks og hugmyndin um AirBnb sé að fólk leigi út lögheimili sitt í skamman tíma. Hún geri ekki athugasemdir við það. „En þegar fólk er farið að verða bissness að kaupa íbúðir til að leigja þær út í skammtímaleigu þá þurfum við að fara að hugsa okkar gang,“ segir Kristrún og að samhliða þeirri skoðun þurfi að skoða hvaða atvinnugreinum við viljum byggja á. Það sé margt frábært við ferðaþjónustuna en það þurfi að skoða hvaða störf er verið að skapa og á aðflutning fólks til landsins. Meirihlutinn sem kemur til að vinna komi frá Evrópusambandinu eða EES-löndum og það sé afleiðing atvinnugreina sem við höldum á lofti. Hún segir það á ábyrgð stjórnvalda að skapa ramma um þetta. „Það er hins opinbera að hafa stjórn og einhverja stefnu á atvinnumálum. Þetta hefur líka áhrif á innviðina. Ef þú ert með vinnuaflsfreka atvinnugrein þá eru fleiri sem þurfa að koma hingað til að skapa verðmæti, til að fá gjaldeyri til landsins, til að fjármagna neysluna okkar.“ Hún segir áríðandi að stjórnvöld taki ákvarðanir byggðar á almannahagsmunum. Ekki hægt að viðhalda hagvexti með aðfluttu vinnuafli Sigmundur segir ekki hægt að viðhalda því endalaust að fá hagvöxt með því að flytja fólk til landsins. Kristrún segist sammála því. „Það endar sem svikamylla eða pýramídasvindl,“ segir hann og að svo hagkerfið verði sjálfbært þurfi að fækka vinnuafli að utan. Hann segist telja líklega að þingveturinn verði þungur. Það sé ólíklegt að ríkisstjórnin geti komist að samkomulagi um stór mál því flokkarnir innbyrðis muni frekar vilja sanna sig og að þeir séu ekki „eins og hinir“. Kristrún á von á því að þingveturinn verði sérstakur og eflaust þungur. Það verði ólga innan stjórnarliðsins og það sé ekki þjóðinni í hag að fá enn einn veturinn af „þessu ástandi“.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Miðflokkurinn Reykjavík síðdegis Airbnb Leigumarkaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira