Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 15:38 Breiðamerkurjökull, degi eftir að banaslysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi og bætir við að of snemmt sé að segja til um hvort málið verði rannsakað sem manndráp af gáleysi en að lögreglan haldi öllu opnu er varðar málið og að allt sé kannað. Rannsaka öll mál til sýknu og sektar Lögreglan hafi ekki grun um að eitthvað sakhæft hafi átt sér stað að svo stöddu en rannsaki öllu mál hlutlaust, til sýknu og sektar. „Það er bara engan veginn tímabært að velta því fyrir sér. Það kemur bara í ljós seinna þegar að við erum komnir með allar upplýsingar sem við þurfum til að taka einhverjar svoleiðis ákvarðanir.“ Lögreglan haldi áfram að ræða við fólk um aðdraganda slyssins en jafnframt er beðið eftir ýmis konar gögnum. Engin staðfesting barst frá fyrirtækinu Slysið átti sér stað í ferð Ice Pic Journeys þegar að 23 manna hópur heimsótti íshellinn með bagalegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur fyrirtæki með skipulagða ferð í íshellinn þennan dag og fjöldi fólks sem hafði verið í hellinum áður en að íshrunið varð. Upprunalega var talið að 25 manns hafi verið í ferð Ice Pic Journeys. Þegar búið var að fjarlægja allan ís á leitarsvæðinu kom þó í ljós að bókunarlisti frá fyrirtækinu hafi verið rangur og 23 verið í ferðinni en ekki 25. Sveinn segir að lögregla hafi ekki fengið staðfesta leiðréttingu frá fyrirtækinu varðandi fjölda í ferðinni fyrr en upp úr klukkan þrjú á mánudeginum þegar að lögreglan var búin að leita af sér allan grun. Það hafi ekki borist nein staðfesting frá fyrirtækinu að 23 hafi verið í ferðinni. Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi og bætir við að of snemmt sé að segja til um hvort málið verði rannsakað sem manndráp af gáleysi en að lögreglan haldi öllu opnu er varðar málið og að allt sé kannað. Rannsaka öll mál til sýknu og sektar Lögreglan hafi ekki grun um að eitthvað sakhæft hafi átt sér stað að svo stöddu en rannsaki öllu mál hlutlaust, til sýknu og sektar. „Það er bara engan veginn tímabært að velta því fyrir sér. Það kemur bara í ljós seinna þegar að við erum komnir með allar upplýsingar sem við þurfum til að taka einhverjar svoleiðis ákvarðanir.“ Lögreglan haldi áfram að ræða við fólk um aðdraganda slyssins en jafnframt er beðið eftir ýmis konar gögnum. Engin staðfesting barst frá fyrirtækinu Slysið átti sér stað í ferð Ice Pic Journeys þegar að 23 manna hópur heimsótti íshellinn með bagalegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur fyrirtæki með skipulagða ferð í íshellinn þennan dag og fjöldi fólks sem hafði verið í hellinum áður en að íshrunið varð. Upprunalega var talið að 25 manns hafi verið í ferð Ice Pic Journeys. Þegar búið var að fjarlægja allan ís á leitarsvæðinu kom þó í ljós að bókunarlisti frá fyrirtækinu hafi verið rangur og 23 verið í ferðinni en ekki 25. Sveinn segir að lögregla hafi ekki fengið staðfesta leiðréttingu frá fyrirtækinu varðandi fjölda í ferðinni fyrr en upp úr klukkan þrjú á mánudeginum þegar að lögreglan var búin að leita af sér allan grun. Það hafi ekki borist nein staðfesting frá fyrirtækinu að 23 hafi verið í ferðinni.
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira