Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2024 14:24 Álver Alcoa í Reyðarfirði. Vísir/Arnar Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að krafist sé skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, þar sem vísað er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um meint samráð félaganna. Fram kemur í tilkynningunni að fjárkrafa Alcoa byggi á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihaldi svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. „Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, hafa yfirfarið umrætt minnisblað og unnið skýrslu um efni þess. Niðurstaða þeirra er afgerandi um að vankantar þess séu svo alvarlegir að minnisblaðið sé í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í síðustu uppgjörs kynningu Eimskips en hana má einnig finna hér. Það er mat félagsins að ekkert tilefni sé til málsóknar stefnanda, enda séu skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. Félagið hefur falið lögmanni þess að taka til varna í málinu,“ segir í tilkynningunni. Gerðu sátt 2021 Líkt og áður hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi þá 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að krafist sé skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, þar sem vísað er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um meint samráð félaganna. Fram kemur í tilkynningunni að fjárkrafa Alcoa byggi á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihaldi svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. „Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, hafa yfirfarið umrætt minnisblað og unnið skýrslu um efni þess. Niðurstaða þeirra er afgerandi um að vankantar þess séu svo alvarlegir að minnisblaðið sé í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í síðustu uppgjörs kynningu Eimskips en hana má einnig finna hér. Það er mat félagsins að ekkert tilefni sé til málsóknar stefnanda, enda séu skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. Félagið hefur falið lögmanni þess að taka til varna í málinu,“ segir í tilkynningunni. Gerðu sátt 2021 Líkt og áður hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi þá 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46
Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22