Við Hamingjusama fólkið vs. Þau óhamingjusömu Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 „Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
„Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun