Hlaupið í 40 ár Ingvar Sverrisson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun